11 maí 2013 Fyrsta verkefni „Svíþjóðardagsins“ í dag er hjá U16-drengjum í Solna Halllen, á heimavelli Solna Vikings, þar sem allir okkar leikir fara fram í dag. Byrjunarlið Íslands: Kári, Kristinn, Hilmir, Halldór, Sæþór. 1. leikhluti Strákarnir okkar byrja í pressu allan völlinn eftir skoraða körfu. Frábær byrjun hjá Sæþóri sem byrjaði sterkt, varði skot, stal tveim boltum í pressunni og skoraði 2 körfur í teignum á fyrstu þrem mínútum leiksins. Nákvæmlega það sem við þurfum að byrja sterkt líkt og í fyrstu leikjunum. Hilmir var einnig flottur, tók fráköst og setti tvo þrista í tveim skotum og var með 12 stig. Kári Jónsson var kominn með 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stig eftir leikhlutann. Vörnin hjá okkar strákum góð og Svíar ekki að finna netið í skotunum sínum. Staðan að loknum leikhlutans 26:14 fyrir Ísland. 2. leikhluti Heimamenn komu betur stemmdir inn í annan leikhlutann og fóru að skora körfur á meðan ekkert gekk hjá okkur að hitta úr opnum skotum. Strákarnir spiluðu vel saman og fundu opnanir en ofaní vildi boltinn ekki fara. Leikhlutinn fór 7:14 fyrir Svía og staðan 33:28 í hálfleik fyrir Ísland. Ljóst að okkar strákar eru með þetta í hendi sér og þyrftu bara að setja skotin sín. Ísland hafði góð tök á leiknum og stjórnaði ferðinni. Stigahæstu menn í hléi voru Hilmar með 12 stig, Kristinn 7 stig og Kári 6 stig. Seinni hálfleikur 3. leikhluti fór vel af stað hjá Íslandi og greinilegt að menn voru ekki sáttir með annan leikhlutann. Halldór kom sterkur inn af bekknum sem og aðrir sem á eftir fylgdu. Okkar strákar settu í lás í vörninni og fengu aðeins á sig 8 stig gegn 16 okkar stigum og munurinn orðin 23 stig fyrir lokaleikhlutann og við í bílstjórasætinu. 4. leikhluti Hér var aldrei spurning hvert stefndi, okkar strákar héldu áfram að kafsigla svíann í sókn og spiluðu góða vörn. Munurinn kominn í 30 stig og Einar rúllaði inn leikmönnum af bekknum. Leikhlutinn fór 22:17 fyrir Ísland og lokatölur 81:53. Sigahæstir í leiknum Hilmir 16 stig og 6 fráköst, Kristinn 14 stig og 7 fráköst, Kári 11 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, Halldór 11 stig. Niðurstaðan: Með sigrinum er ljóst að það verður hreinn úrslitaleikur á morgun ÍSLAND-DANMÖRK um norðurlandameistartitilinn en bæði lið eru taplaus og mætast í lokaleik sínum á morgun. Glæislegt hjá okkar mönnum í U16 og ljóst að liðið er að spila feikivel saman á þessu móti. [v+]http://karfan.is/image/1532 [v-]Myndasafn úr leiknum[slod-] [v+]http://karfan.is/image/1532 [v-]Myndasafn 2 úr leiknum[slod-] [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2522921&season_id=80961 [v-]Tölfræði leiksins[slod-]
NM · U16 drengir með öruggan sigur, úrslitaleikur á morgun!
11 maí 2013 Fyrsta verkefni „Svíþjóðardagsins“ í dag er hjá U16-drengjum í Solna Halllen, á heimavelli Solna Vikings, þar sem allir okkar leikir fara fram í dag. Byrjunarlið Íslands: Kári, Kristinn, Hilmir, Halldór, Sæþór. 1. leikhluti Strákarnir okkar byrja í pressu allan völlinn eftir skoraða körfu. Frábær byrjun hjá Sæþóri sem byrjaði sterkt, varði skot, stal tveim boltum í pressunni og skoraði 2 körfur í teignum á fyrstu þrem mínútum leiksins. Nákvæmlega það sem við þurfum að byrja sterkt líkt og í fyrstu leikjunum. Hilmir var einnig flottur, tók fráköst og setti tvo þrista í tveim skotum og var með 12 stig. Kári Jónsson var kominn með 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stig eftir leikhlutann. Vörnin hjá okkar strákum góð og Svíar ekki að finna netið í skotunum sínum. Staðan að loknum leikhlutans 26:14 fyrir Ísland. 2. leikhluti Heimamenn komu betur stemmdir inn í annan leikhlutann og fóru að skora körfur á meðan ekkert gekk hjá okkur að hitta úr opnum skotum. Strákarnir spiluðu vel saman og fundu opnanir en ofaní vildi boltinn ekki fara. Leikhlutinn fór 7:14 fyrir Svía og staðan 33:28 í hálfleik fyrir Ísland. Ljóst að okkar strákar eru með þetta í hendi sér og þyrftu bara að setja skotin sín. Ísland hafði góð tök á leiknum og stjórnaði ferðinni. Stigahæstu menn í hléi voru Hilmar með 12 stig, Kristinn 7 stig og Kári 6 stig. Seinni hálfleikur 3. leikhluti fór vel af stað hjá Íslandi og greinilegt að menn voru ekki sáttir með annan leikhlutann. Halldór kom sterkur inn af bekknum sem og aðrir sem á eftir fylgdu. Okkar strákar settu í lás í vörninni og fengu aðeins á sig 8 stig gegn 16 okkar stigum og munurinn orðin 23 stig fyrir lokaleikhlutann og við í bílstjórasætinu. 4. leikhluti Hér var aldrei spurning hvert stefndi, okkar strákar héldu áfram að kafsigla svíann í sókn og spiluðu góða vörn. Munurinn kominn í 30 stig og Einar rúllaði inn leikmönnum af bekknum. Leikhlutinn fór 22:17 fyrir Ísland og lokatölur 81:53. Sigahæstir í leiknum Hilmir 16 stig og 6 fráköst, Kristinn 14 stig og 7 fráköst, Kári 11 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar, Halldór 11 stig. Niðurstaðan: Með sigrinum er ljóst að það verður hreinn úrslitaleikur á morgun ÍSLAND-DANMÖRK um norðurlandameistartitilinn en bæði lið eru taplaus og mætast í lokaleik sínum á morgun. Glæislegt hjá okkar mönnum í U16 og ljóst að liðið er að spila feikivel saman á þessu móti. [v+]http://karfan.is/image/1532 [v-]Myndasafn úr leiknum[slod-] [v+]http://karfan.is/image/1532 [v-]Myndasafn 2 úr leiknum[slod-] [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2522921&season_id=80961 [v-]Tölfræði leiksins[slod-]