11 maí 2013Eftir leiki dagsins er það ljóst að stelpu liðin okkar töpuðu sínum leikjum en strákarnir unnu sína leiki. Allir leikirnir gegn heimamönnnum Svíum í dag. Staðan hjá okkar liðum: · U16-drengir eru að fara í hreinan úrslitaleik gegn Dönum um titilinn. · U16-stúlkur eru jafnar Dönum, leika um 3. sætið á morgun. Svíar og Finnar leika hreinan úrslitaleik · U18-karla leika úrslitaleik um 2. sætið gegn Dönum. Finnar eru taplausir og hafa tryggt sér sigur. · U18-kvenna jöfn tveim öðrum liðum, ræðst á morgun með lokastöðuna. Svíar eru orðnir meistarar. Tvennur: Sandra Lind Þrastardóttir skilað tvennu í leiknum með U18-kvenna, setti 16 stig og tók 10 fráköst. Fyrirkomulagið á mótinu: Eftir að öll lið hafa leikið gegn hvort öðru verður farið í töfluna og það lið sem situr í efsta sæti verður krýnt norðurlandameistari í sínum flokki. Undanfarin ár hefur verið leikið um 1. sætið og 3. sætið. Nú leika öll lið fimm leiki sem telja til sigurs. Ísland · Danmörk Á morgun verður danskur dagur, öll liðin okkar fjögur leika gegn Danmörku. 12. maí · Sunnudagur · (íslenskur tími) U16 stúlkna · kl. 12:30 (Solna 1) U18 kvenna · kl. 12:30 (Solna 2) U16 drengja · kl. 13:30 (Vasalund) U18 karla · kl. 14:15 (Solna 1) Framundan er skemmtilegur dagur. KKÍ og Karfan.is munu flytja fréttir af öllum leikjum morgundagsins á báðum vefsíðum og á samfélagsmiðlum KKÍ.