9 maí 2013 Ísland lagði Norðmenn örugglega í þriðja sinn í dag þegar U18 ára kvennaliðin mættust í Solnahallen. Lokatölur í viðureign liðanna voru 77-46 Íslandi í vil þar sem Ingunn Embla Kristínardóttir var með myndarlega tvennu, 27 stig og 10 fráköst, en hún var sjóðheit í fyrri hálfleik með 23 stig. Þetta var fyrsti sigurinn á Norðurlandamótinu hjá 1995 árganginum sem töpuðu öllum sínum leikjum þegar þær léku hér sem U16 ára lið fyrir tveimur árum svo þau voru ófá brosin í leikslok. Keflvíkingarnir Sara Rún Hinriksdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir skiptust á því í fyrsta leikhluta að láta rigna yfir Norðmenn. Sara Rún lét snemma sverfa til stáls og Ísland komst í 7-0. Íslenska vörnin lék framarlega og freistaði þess að þvinga Norðmenn í vandræði. Í stöðunni 11-6 tók Ingunn Embla á rás og eftir þrist frá henni var staðan orðin 22-10 en Norðmenn létu ekki valta yfir sig, tóku nokkrar fínar rispur en sprækir Íslendingar leiddu 28-18 að loknum fyrsta leikhluta þar sem Elsa Rún Karlsdóttir átti lokaorðið, skoraði laglega körfu í teignum eftir sóknarfrákast. Ingunn Embla var með 11 stig eftir fyrsta leikhluta og Sara Rún 9. Norðmenn opnuðu annan leikhluta 1-5 og minnkuðu muninn í 29-23 en þá tók við góður kafli í íslenska liðinu. Ingunn Embla hélt áfram að skora, sjóðandi heit þennan fyrri hálfleikinn en varnarleikur íslenska liðsins var afbragð og lengst af öðrum leikhluta voru Norðmenn aðeins með fimm stig. Norðmenn áttu fína rispu undir lok fyrri hálfleiks en íslenska liðið leiddi með 19 stiga mun, 49-30, í leikhléi. Sterkur varnarleikur og ekki spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda ef þessi varnarleikur héldi áfram. Íslenska liðið fór langt á sterkri varnarvinnu í fyrri hálfleik og fráköstuðu einnig vel. Ingunn Embla var rjúkandi heit með 23 stig í leikhléi og 5 fráköst. 40% nýting í teignum, 62,5% nýting í þristum og 75% nýting af vítalínunni. Glimrandi fyrri hálfleikur. Snemma í síðari hálfleik jók Ísland muninn í 23 stig með glæsilegu hraðaupphlaupi, Ingunn Embla hrinti þá hraðaupphlaupi af stað, sendi á Marín Laufey sem framlengdi á Hallveigu sem skoraði af miklu öryggi, glæst tilþrif. Norðmenn komu mun ákveðnari inn í síðari hálfleikinn en íslensku stelpurnar héldu þeim í öruggri fjarlægð og leiddu 66-43 fyrir fjórða og síðasta leikhluta en það var Blómabæjarjaxlinn Marín Laufey Davíðsdóttir sem átti lokaorðið með þriggja stiga körfu. Fjórði leikhluti varð aldrei spennandi því hann hófst rétt eins og þeim þriðja lauk, með íslenskri þriggja stiga körfu. Eftirleikurinn var auðveldur og Ísland nældi í sinn fyrsta sigur á mótinu og það verðskuldað, lokatölur 77-46. Næsti leikur stelpnanna er gegn Finnlandi kl. 17.00 að íslenskum tíma á morgun. [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2523331&season_id=81011 [v-]Tölfræði leiksins[slod-] [v+]http://karfan.is/image/1520 [v-]Myndasafn úr leiknum[slod-] [v+]http://karfan.is/image/1521 [v-]Myndasafn 2 úr leiknum[slod-]
NM · U18 með flotta leik og sigur gegn Norðmönnum
9 maí 2013 Ísland lagði Norðmenn örugglega í þriðja sinn í dag þegar U18 ára kvennaliðin mættust í Solnahallen. Lokatölur í viðureign liðanna voru 77-46 Íslandi í vil þar sem Ingunn Embla Kristínardóttir var með myndarlega tvennu, 27 stig og 10 fráköst, en hún var sjóðheit í fyrri hálfleik með 23 stig. Þetta var fyrsti sigurinn á Norðurlandamótinu hjá 1995 árganginum sem töpuðu öllum sínum leikjum þegar þær léku hér sem U16 ára lið fyrir tveimur árum svo þau voru ófá brosin í leikslok. Keflvíkingarnir Sara Rún Hinriksdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir skiptust á því í fyrsta leikhluta að láta rigna yfir Norðmenn. Sara Rún lét snemma sverfa til stáls og Ísland komst í 7-0. Íslenska vörnin lék framarlega og freistaði þess að þvinga Norðmenn í vandræði. Í stöðunni 11-6 tók Ingunn Embla á rás og eftir þrist frá henni var staðan orðin 22-10 en Norðmenn létu ekki valta yfir sig, tóku nokkrar fínar rispur en sprækir Íslendingar leiddu 28-18 að loknum fyrsta leikhluta þar sem Elsa Rún Karlsdóttir átti lokaorðið, skoraði laglega körfu í teignum eftir sóknarfrákast. Ingunn Embla var með 11 stig eftir fyrsta leikhluta og Sara Rún 9. Norðmenn opnuðu annan leikhluta 1-5 og minnkuðu muninn í 29-23 en þá tók við góður kafli í íslenska liðinu. Ingunn Embla hélt áfram að skora, sjóðandi heit þennan fyrri hálfleikinn en varnarleikur íslenska liðsins var afbragð og lengst af öðrum leikhluta voru Norðmenn aðeins með fimm stig. Norðmenn áttu fína rispu undir lok fyrri hálfleiks en íslenska liðið leiddi með 19 stiga mun, 49-30, í leikhléi. Sterkur varnarleikur og ekki spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda ef þessi varnarleikur héldi áfram. Íslenska liðið fór langt á sterkri varnarvinnu í fyrri hálfleik og fráköstuðu einnig vel. Ingunn Embla var rjúkandi heit með 23 stig í leikhléi og 5 fráköst. 40% nýting í teignum, 62,5% nýting í þristum og 75% nýting af vítalínunni. Glimrandi fyrri hálfleikur. Snemma í síðari hálfleik jók Ísland muninn í 23 stig með glæsilegu hraðaupphlaupi, Ingunn Embla hrinti þá hraðaupphlaupi af stað, sendi á Marín Laufey sem framlengdi á Hallveigu sem skoraði af miklu öryggi, glæst tilþrif. Norðmenn komu mun ákveðnari inn í síðari hálfleikinn en íslensku stelpurnar héldu þeim í öruggri fjarlægð og leiddu 66-43 fyrir fjórða og síðasta leikhluta en það var Blómabæjarjaxlinn Marín Laufey Davíðsdóttir sem átti lokaorðið með þriggja stiga körfu. Fjórði leikhluti varð aldrei spennandi því hann hófst rétt eins og þeim þriðja lauk, með íslenskri þriggja stiga körfu. Eftirleikurinn var auðveldur og Ísland nældi í sinn fyrsta sigur á mótinu og það verðskuldað, lokatölur 77-46. Næsti leikur stelpnanna er gegn Finnlandi kl. 17.00 að íslenskum tíma á morgun. [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2523331&season_id=81011 [v-]Tölfræði leiksins[slod-] [v+]http://karfan.is/image/1520 [v-]Myndasafn úr leiknum[slod-] [v+]http://karfan.is/image/1521 [v-]Myndasafn 2 úr leiknum[slod-]