9 maí 2013
U16-stúlkur mættu ákveðnar til leiks í sinn annan leik á mótinu eftir góðan sigur í fyrsta leik gegn Eistum. Eftir jafna byrjun fór liðið að fá sjálfstraust og sóttu meira á körfuna í sókninni og spiluðu fína vörn saman. Staðan 11:16 eftir 1. leikhlutann og sex leikmenn komnir á blað. Íslensku stelpurnar héldu áfram uppteknum hætti í 2. leikhluta sem þær unnu 14:8 og staðan því 30:19 í hálfleik fyrir Ísland.
Í upphafi seinni hálfleiks var aldrei spuning hvert stefndi, Ingibjörg var á eldi framan af og skoraði hverja körfuna á fætur annarri ásamt því að stýra stýra sókninni og allar stigu þær vel út í vörn og áttu öll varnarfráköstin. Þegar 6 mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu þær norsku aðeins skorað 3 stig og staðan 42:21. Leikhlutinn fór 20:5 og aðeins spurning um að klára leikinn í lokaleikhlutanum. Ísland hélt áfram að keyra upp völlinn og sló ekkert af, Noregur átti góðan kafla þar sem þær náðu nokkrum körfum í röð en Ísland svaraði honum jafnharðan til baka. Lokatölur 61:38 og annar sigurinn í höfn. Tölfræði: Ingibjörg var með 9 stig í fyrri hálfleik, bætti við 10 í þriðja leikhlutanum og tók 8 fráköst í leiknum. Eva Kristjánsdóttir var með 8 í fyrri hálfleik og bætti við 6 í þeim síðari auk þess að taka 11 fráköst. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 11 stig og sex aðrir leikmenn með 2-4 stig hver. Niðurstaða: Frábær liðssigur þar sem allir lögðu lóð á vogarskálarnar og geta stelpurnar hrist af sér stressið endanlega. Framundan eru þrír hörku leikir gegn Dönum, Svíum og Finnum sem verður verðugt verkefni Næsti leikur stelpnanna er gegn Finnlandi kl. 13.00 að íslenskum tíma á morgun. [v+]http://karfan.is/image/1518 [v-]Myndasafn úr leiknum[slod-] [v+]http://www.youtube.com/watch?v=67C9etwFnGc&feature=player_embedded [v-]Viðtal við Evu eftir leikinn[slod-] [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2523171&season_id=81001 [v-]Tölfræði leiksins[slod-]