9 maí 2013Fjórir leikir, fjórir sigrar! Ekki hægt að biðja um það betra hér í Solna, úthverfi Stokkhólms þar sem NM fer fram að venju. Öll íslensku liðin léku vel í dag og spiluðu flottan liðsbolta og uppskáru eftir því. Tvennur: Dagur Kár og Ingunn Embla í U18 ára liðunum ásamt Evu Kristjánsdóttur í U16-stúlkna skiluðu öll tvennum í dag fyrir sín lið: Eva: 14 stig og 11 fráköst Ingunn Embla: 27 stig og 10 fráköst Dagur Kár: 22 stig og 10 fráköst Fyrirkomulagið á mótinu: Eftir að öll lið hafa leikið gegn hvort öðru verður farið í töfluna og það lið sem situr í efsta sæti verður krýnt norðurlandameistari í sínum flokki. Undanfarin ár hefur verið leikið um 1. sætið og 3. sætið. Nú leika öll lið fimm leiki sem telja til sigurs. Ísland · Finnland Á morgun verður finnskur dagur, öll liðin okkar fjögur leika gegn Finnlandi 10. maí · Föstudagur · (íslenskur tími) U16 drengja · kl. 111:00 (Vasalund) U16 stúlkna · kl. 13:00 (Vasalund) U18 karla · kl. 15:00 (Solna Hallen) U18 kvenna · kl. 17:00 (Solna Hallen) KKÍ og Karfan.is munu flytja fréttir af öllum leikjum morgundagsins á báðum vefsíðum og á samfélagsmiðlum KKÍ.
NM · Ísland 4 - Noregur 0 · Samantekt eftir dag 2
9 maí 2013Fjórir leikir, fjórir sigrar! Ekki hægt að biðja um það betra hér í Solna, úthverfi Stokkhólms þar sem NM fer fram að venju. Öll íslensku liðin léku vel í dag og spiluðu flottan liðsbolta og uppskáru eftir því. Tvennur: Dagur Kár og Ingunn Embla í U18 ára liðunum ásamt Evu Kristjánsdóttur í U16-stúlkna skiluðu öll tvennum í dag fyrir sín lið: Eva: 14 stig og 11 fráköst Ingunn Embla: 27 stig og 10 fráköst Dagur Kár: 22 stig og 10 fráköst Fyrirkomulagið á mótinu: Eftir að öll lið hafa leikið gegn hvort öðru verður farið í töfluna og það lið sem situr í efsta sæti verður krýnt norðurlandameistari í sínum flokki. Undanfarin ár hefur verið leikið um 1. sætið og 3. sætið. Nú leika öll lið fimm leiki sem telja til sigurs. Ísland · Finnland Á morgun verður finnskur dagur, öll liðin okkar fjögur leika gegn Finnlandi 10. maí · Föstudagur · (íslenskur tími) U16 drengja · kl. 111:00 (Vasalund) U16 stúlkna · kl. 13:00 (Vasalund) U18 karla · kl. 15:00 (Solna Hallen) U18 kvenna · kl. 17:00 (Solna Hallen) KKÍ og Karfan.is munu flytja fréttir af öllum leikjum morgundagsins á báðum vefsíðum og á samfélagsmiðlum KKÍ.