9 maí 2013
U16-drengir mættu galvaskir eftir sigur í fyrsta leik í gær og byrjuðu feikivel og léku vel frá fyrstu mínútu. Í stuttu máli var sigurinn aldrei í hættu, Ísland náði 14 stiga forskoti í 1. leikhluta sem fór mest upp í 34 stig í 2. leikhluta. Leikurinn var einstefna eftir það og auðveldur sigur staðreynd hjá okkar liði. Lokatölur 109:48 fyrir Ísland.
Liðsheildin var frábær, allir búnir að skora eftir 3. leikhluta tvö stig eða meira og spilatímanum dreift vel á liðið. Allir leikmenn tilbúnir í slaginn þegar þeir komu inn á og barátta í liðinu á báðum endum vallarins. Tölfræði: Kristinn Pálsson 16 stig og 5 fráköst, Kári Jónsson 15 stig og 4 stoðsendingar, Hilmir Kristjánsson 13 og 3 fráköst, Ragnar Friðriksson 11 stig og 4 stoðsendingar. Aðrir skoruðu að minnsta kosti 2 stig eða meira. Niðurstaða: U16-drengirnir sýndu að þeir eru öflug liðsheild og er útlitið gott fyrir komandi leiki miðað við hvernig þeir hafa spila í sínum fyrstu tveim leikjum og með áframhaldandi góðum leik eiga góða möguleika á góðum úrslitum á mótinu. Næsti leikur strákanna er gegn Finnlandi kl. 11.00 að íslenskum tíma á morgun. [v+]http://karfan.is/image/1518 [v-]Myndasafn úr leiknum[slod-] [v+]http://www.youtube.com/watch?v=W94jIMkoHjA&feature=player_embedded [v-]Viðtal við Kára Jónsson eftir leik[slod-] [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2522871&season_id=80961 [v-]Tölfræði leiksins[slod-]