8 maí 2013U16 stúlkur léku gegn Eistlandi í sínum fyrsta leik í dag eins og öll íslensku liðin munu gera. Liðin vöru jöfn í fyrri hálfleik og skiptust á körfum. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði síðustu körfu fyrri hálfleiks af harðfylgi og jafnaði í 28:28. Í upphafi síðari hálfleiks pressaði íslenska liðið hluta leikhlutans 2-2-1 pressu og náðu nokkura stiga forskoti. Þær spiluðu stíft á boltann í upphafi sóknar þeirra eistnesku og náðu fljótlega forystu í seinni hálfleik. Munurinn fór aldrei niður fyrir 4 stig eftir það. Tómas Holton, þjálfari U16 stúlkna var kátur í leikslok. „Þær náðu aldrei að jafna eftir að við náðum forystu í seinni hálfleik sem var svo mikilvægt. Við spiluðum góða hjálparvörn, eistneska liðið er talsvert hávaxnara en við og við hjálpuðum inni í teig og dekkuðum fyrir framan." sagði Tómas. Aðspurður um stemmninguna í liðinu með sigurinn sagði Tómas „Þetta var mjög mikilvægur sigur, að byrja vel og sigra í fyrsta leik og stelpurnar eru kátar. Við náðum að stilla okkur vel fyrir leikinn saman sem léttu á spennunni fyrir leikinn. Um leið og þær sáu að þær áttu góðan möguleika í leiknum og á að ná góðum úrslitum fórum við í gang og spiluðum vel". Lokatölur urðu 58:48 Íslandi í vil. Stigaskor Íslands: Eva Kristjánsdóttir#7: 19 stig og 7 fráköst Þóra Kristín Jónsdóttir #13: 16 stig og 6 fráköst Ingibjörg Sigurðardóttir #9: 13 stig og 3 stoðsendingar Karen Dögg Vilhjálmsdóttir #13 og Kristrún Björgvinsdóttir #10: 4 stig hvor [v+]http://karfan.is/image/1513 [v-]Myndasafn úr leiknum[slod-] [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2523131&season_id=81001 [v-]Tölfræði leiksins[slod-]
NM: U16 stúlkna með sigur eftir jafnan leik
8 maí 2013U16 stúlkur léku gegn Eistlandi í sínum fyrsta leik í dag eins og öll íslensku liðin munu gera. Liðin vöru jöfn í fyrri hálfleik og skiptust á körfum. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði síðustu körfu fyrri hálfleiks af harðfylgi og jafnaði í 28:28. Í upphafi síðari hálfleiks pressaði íslenska liðið hluta leikhlutans 2-2-1 pressu og náðu nokkura stiga forskoti. Þær spiluðu stíft á boltann í upphafi sóknar þeirra eistnesku og náðu fljótlega forystu í seinni hálfleik. Munurinn fór aldrei niður fyrir 4 stig eftir það. Tómas Holton, þjálfari U16 stúlkna var kátur í leikslok. „Þær náðu aldrei að jafna eftir að við náðum forystu í seinni hálfleik sem var svo mikilvægt. Við spiluðum góða hjálparvörn, eistneska liðið er talsvert hávaxnara en við og við hjálpuðum inni í teig og dekkuðum fyrir framan." sagði Tómas. Aðspurður um stemmninguna í liðinu með sigurinn sagði Tómas „Þetta var mjög mikilvægur sigur, að byrja vel og sigra í fyrsta leik og stelpurnar eru kátar. Við náðum að stilla okkur vel fyrir leikinn saman sem léttu á spennunni fyrir leikinn. Um leið og þær sáu að þær áttu góðan möguleika í leiknum og á að ná góðum úrslitum fórum við í gang og spiluðum vel". Lokatölur urðu 58:48 Íslandi í vil. Stigaskor Íslands: Eva Kristjánsdóttir#7: 19 stig og 7 fráköst Þóra Kristín Jónsdóttir #13: 16 stig og 6 fráköst Ingibjörg Sigurðardóttir #9: 13 stig og 3 stoðsendingar Karen Dögg Vilhjálmsdóttir #13 og Kristrún Björgvinsdóttir #10: 4 stig hvor [v+]http://karfan.is/image/1513 [v-]Myndasafn úr leiknum[slod-] [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2523131&season_id=81001 [v-]Tölfræði leiksins[slod-]