8 maí 2013U18 ára lið karla átti lokaleik Íslands á fysta leikdegi NM2013 gegn Eistlandi. Eistar voru 16:22 yfir eftir fyrsta leikhluta en Ísland vann þann næsta 16:15 og staðan í hálfleik 32:37. Jafnræðið hélt áfram milli liðanna og 3. leikhluti fór 14:14 og munurinn ennþá 5 stig fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið barðist af dugnaði og náði að vinna muninn upp jafnt og þétt. Dagur Kar jafnaði leikinn þegar 40 sekúndur voru til leiksloka með þriggja stiga körfu og allt á suðupunkti í Vasalund höll þeirra Svía. Eistland svarar með 2 stigum og hálf mínúta til leiksloka. Eftir leikhlé fær Jón Axel tvö víti sem hann setur niður og jafnar leikinn. Þá voru eftir 24 sekúndur og enn komast Eistar yfir. Eysteinn Ævarsson nær að jafna þegar sjö sekúndur eru eftir og tryggði Íslandi framlengingu. Leikhlutinn fór 32:27 fyrir Ísland. Stigahæstir eftir venjulegan leiktíma: Daði Kar með 30 stig, Maciej Baginski 23 stig og Jón Axel með 11. Framlenging 1: Í framlengingunni byrjaði íslenska liðið vel og Dagur Kar skorar fyrstu körfuna og svo bætir Jón Axel einni við. Eistar minnkuðu muninn í tvö stig aftur áður en Jón Axel setti þrist og breytti stöðunni í 85:80 og framlengingin hálfnuð. Eistar minnkuðu muninn í 85:83. Dagur og Jón Axel enn á ný setja sitt hvor 2 stigin og staðan 89:83 þegar mínúta var eftir af leiknum. Eistar skora 2 stig og staðan 89:85. Dagur Kar fær tvö víti þegar það voru 45 sekúndur eftir og setti niður annað og breytti stöðunni í 90:85. Eftir að liðin skiptast á stigum er það Jón Axel sem fær tvö víti og staðan 96:93 eftir að hann nýtti annað vítið. Eistar taka leikhlé og ná að skora á síðustu 5 sekúndum leiksins þriggja stiga körfu og jafna leikinn og tryggja sér framlengingu. Framlenging 2: Eistar byrjuðu betur og skora fyrstu 4 stigin áður en Magnús Traustason setur 2 stig og Jón Axel eitt víti. Þegar tvær mínútur eru eftir er staðan 99:100. Magnús er aftur á ferðinni og kemur Íslandi yfir 101:100 og Eistar skora. Pétur Birgisson skorar þegar 6 sekúndur eru eftir og leikhlé tekið þegar 3 sekúndur eru eftir. Eistar reyna tveggja stiga skot sem geigar og íslenskur sigur í höfn, lokatölur 103:102 í spennandi leik. Frábær sigur liðsheildarinnar þar sem margir lögðu lóð á vogarskálarnar og frábær byrjun á mótinu staðreynd. Stigahæstir í leiknum: Dagur Kar Jónsson #9: 37 stig og 6 fráköst Maciej Baginski #13: 24 stig og 7 fráköst Jón Axel Guðmundsson #6: 22 stig og 9 fráköst Eysteinn Ævarsson #12: 6 stig og 7 fráköst Magnús Traustason #5: 6 stig Pétur Birgisson #4, Þorgeir Blöndal #10 og Tómas Hilmarsson #14: 2 stig hvor Erlendur Stefánsson #8 og Hugi Hólm #11: 1 stig hvor [v+]http://karfan.is/image/1517 [v-]Myndasafn úr leiknum: U18 karla gegn Eistlandi[slod-] [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2523001&season_id=80991 [v-]Tölfræði leiksins[slod-]
NM · Tví framlengdur spennusigur hjá U18 ára liði karla
8 maí 2013U18 ára lið karla átti lokaleik Íslands á fysta leikdegi NM2013 gegn Eistlandi. Eistar voru 16:22 yfir eftir fyrsta leikhluta en Ísland vann þann næsta 16:15 og staðan í hálfleik 32:37. Jafnræðið hélt áfram milli liðanna og 3. leikhluti fór 14:14 og munurinn ennþá 5 stig fyrir lokaleikhlutann. Íslenska liðið barðist af dugnaði og náði að vinna muninn upp jafnt og þétt. Dagur Kar jafnaði leikinn þegar 40 sekúndur voru til leiksloka með þriggja stiga körfu og allt á suðupunkti í Vasalund höll þeirra Svía. Eistland svarar með 2 stigum og hálf mínúta til leiksloka. Eftir leikhlé fær Jón Axel tvö víti sem hann setur niður og jafnar leikinn. Þá voru eftir 24 sekúndur og enn komast Eistar yfir. Eysteinn Ævarsson nær að jafna þegar sjö sekúndur eru eftir og tryggði Íslandi framlengingu. Leikhlutinn fór 32:27 fyrir Ísland. Stigahæstir eftir venjulegan leiktíma: Daði Kar með 30 stig, Maciej Baginski 23 stig og Jón Axel með 11. Framlenging 1: Í framlengingunni byrjaði íslenska liðið vel og Dagur Kar skorar fyrstu körfuna og svo bætir Jón Axel einni við. Eistar minnkuðu muninn í tvö stig aftur áður en Jón Axel setti þrist og breytti stöðunni í 85:80 og framlengingin hálfnuð. Eistar minnkuðu muninn í 85:83. Dagur og Jón Axel enn á ný setja sitt hvor 2 stigin og staðan 89:83 þegar mínúta var eftir af leiknum. Eistar skora 2 stig og staðan 89:85. Dagur Kar fær tvö víti þegar það voru 45 sekúndur eftir og setti niður annað og breytti stöðunni í 90:85. Eftir að liðin skiptast á stigum er það Jón Axel sem fær tvö víti og staðan 96:93 eftir að hann nýtti annað vítið. Eistar taka leikhlé og ná að skora á síðustu 5 sekúndum leiksins þriggja stiga körfu og jafna leikinn og tryggja sér framlengingu. Framlenging 2: Eistar byrjuðu betur og skora fyrstu 4 stigin áður en Magnús Traustason setur 2 stig og Jón Axel eitt víti. Þegar tvær mínútur eru eftir er staðan 99:100. Magnús er aftur á ferðinni og kemur Íslandi yfir 101:100 og Eistar skora. Pétur Birgisson skorar þegar 6 sekúndur eru eftir og leikhlé tekið þegar 3 sekúndur eru eftir. Eistar reyna tveggja stiga skot sem geigar og íslenskur sigur í höfn, lokatölur 103:102 í spennandi leik. Frábær sigur liðsheildarinnar þar sem margir lögðu lóð á vogarskálarnar og frábær byrjun á mótinu staðreynd. Stigahæstir í leiknum: Dagur Kar Jónsson #9: 37 stig og 6 fráköst Maciej Baginski #13: 24 stig og 7 fráköst Jón Axel Guðmundsson #6: 22 stig og 9 fráköst Eysteinn Ævarsson #12: 6 stig og 7 fráköst Magnús Traustason #5: 6 stig Pétur Birgisson #4, Þorgeir Blöndal #10 og Tómas Hilmarsson #14: 2 stig hvor Erlendur Stefánsson #8 og Hugi Hólm #11: 1 stig hvor [v+]http://karfan.is/image/1517 [v-]Myndasafn úr leiknum: U18 karla gegn Eistlandi[slod-] [v+]http://iof1.idrottonline.se/SvenskaBasketbollforbundet/SwedishBasketballFederation/Competitions/Scheduleresults/?game_id=2523001&season_id=80991 [v-]Tölfræði leiksins[slod-]