26 apr. 2013
Lokahóf KKÍ verður í veislusölum Laugardalshallarinnar laugardaginn 4. maí. Dagskrá og utanumhald verður með breyttu sniði í ár en ekki er um hefðbundinn 3-rétta kvöldverð eða sitjandi veislu að ræða. Boðið verður upp á glæsilegt smáréttar hlaðborð og auk þess verður körfuboltaannáll keppnistímabilsins 2012-2013 gerður upp í máli og myndum. Sjón og upplifun er sögu ríkari segja umsjónarmenn hans. Rúsínan í pylsuendanum verður svo verðlaunaafhending fyrir tímabilið. Reyndar eru veislustjórar kvöldsins ekki á því að það verði hápunkturinn en það er annað mál. Veislustjórar og umsjónarmenn körfuboltannálsins eru þeir Örvar Kristjánsson og Jón Björn Ólafsson Miðasalan er hafin á skrifstofu KKÍ og kostar miðinn aðeins 2.900. Takmarkað magn er af miðum og því um að gera að panta miða sem allra fyrst. Hægt er að panta miða á kki@kki.is og greiða þarf miðana fyrir kl.16:00 fimmtudaginn 2.maí.