23 apr. 2013Vængir Júpiters mætu Mostra í úrslitaleik 2. deildar karla um helgina í Kennaraháskólanum. Vængirnir unnu leikinn 72:57 og eru þar með meistarar 2. deildar 2013. Bæði lið munu fara upp um deild og leika í 1. deild karla að ári í stað Augnabliks og Reynis Sandgerðis sem féllu. Vængirnir lögðu ÍG í undanúrslitunum og Heklu í 8-liða og Mostri lagði Laugdæli í undanúrslitunum og Fram í fyrstu umferð. Til hamingju Vængir Júpiters og Mostri.