11 apr. 2013Svíinn Peter Öqvist hefur verið endurráðinn aðalþjálfari A-landsliðs karla fyrir komandi verkefni sem framundan eru á árinu. Peter tók við liðinu fyrir Norðurlandamótið 2011 þar sem liðið lenti í 3. sæti og stýrði liðinu í 10 leikja undankeppni síðastliðið sumar. Peter er þjálfari Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Næstu verkefni Stóra verkefnið eru leikir í fyrstu leikir liða í keppni um laust sæti á Evrópumótinu 2015 þar sem leikið verður heima og að heiman gegn Búlgaríu og Rúmeníu í upphafi ágúst. Áður en að því kemur verður farið á Smáþjóðaleika 26. maí - 2. júní. í Lúxemborg. Við tekur svo æfingaferð á sterkt mót í Kína 12.-22. júlí þar sem leiknir verða 2 leikir við hverja þjóð en það verður gegn Makedóníu, Svartfjallalandi og Kína. Makedónía lenti í 4. sæti á EuroBasket 2011 í Litháen, Svartfjallaland sigraði okkar riðil í undankeppninni síðasta sumar og Kína eru Asíumeistarar frá í fyrra þannig að um gríðarlega sterkt mót er að ræða. Dagana 25.-26. júlí verða svo leiknir tveir landsleikir á Íslandi við Dani og að auki munu U-22 ára lið Íslands og Danmerkur mætast. Leikir í Evrópukeppninni í ágúst: 4. ágúst · Búlgaría - Ísland 7. ágúst · Rúmenía - Ísland 13. ágúst · Ísland - Búlgaría 16. ágúst · Ísland - Rúmenía