22 mar. 2013Í dag er komið að stóru stundinni hjá Helenu Sverrisdóttur og liðsfélögum hennar í Good Angels Kosice þegar þær leika í undanúrslitum EuroLeague kvenna. Nú þegar þetta er farið að styttast í leik þar sem sex tíma mismunur er á milli Íslands og Ekatirinburg í Rússlandi þar sem keppnin fer fram. Leikurinn hefst kl. 21.30 að staðartíma eða kl. 15.30 að íslenskum tíma. Mótherjarnir eru tyrkneska liðið Fenerbache sem lék með Good Angels í riðlakeppninni í vetur. Þar mættust liðin í tvígang og unnu liðin sitthvorn leikinn, annan með tveimur stigum og hinn með þremur, og því útlit fyrir spennandi leik á eftir. Fenberbache komst í undanúrslitin í keppninni í fyrra sem þær töpuðu og því má búast við að þær ætli sér lengra í ár. Good Angels eru að leika í undanúrslitum í fyrsta sinn. Fyrri undanúrslitaleiknum er lokið en þar unnu heimastúlkur UMMC Ekatirinburg sigur á Borges Bakset frá Frakklandi. Bein tölfræðilýsing á leiknum verður að finna á vef FibaEurope.com [v+]http://www.fibaeurope.com/euroleaguewomen/ [v-]hérna[slod-]