15 mar. 2013
Fjórir hörkuleikir fara fram í 1. deild karla í kvöld en þetta er næst síðasta umferð keppnistímabilsins. Umferðinni lýkur á sunnudag kl. 20.00 með leik Vals og Hamars í Vodafonehöllinni. Lokaumferðin fer fram föstudaginn 22. mars og er útlit fyrir að hún muni skera úr um það hvaða lið tryggir sér sæti í Domino's deild karla að ári og hvaða fjögur lið munu leika til úrslita um hitt lausa sætið í efstu deild þar sem keppnin er jöfn og spennandi. Leikir kvöldsins: 19:15 ÍA - Augnablik 19:15 Haukar - Breiðablik beint á netinu á [v+]http://tv.haukar.is [v-]tv.haukar.is[slod-] 19:15 FSu - Höttur 20:00 Þór Akureyri - Reynir Sandgerði beint á netinu á [v+]http://www.thorsport.is/tv [v-]ÞórAk-TV[slod-]