29 jan. 2013Í dag, þann 29. janúar, á Körfuknattleikssamband Íslands 52 ára afmæli en sambandið var stofnað árið 1961. Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) var stofnað þann 29. janúar árið 1961. Stofnaðilar voru Körfuknattleiksráð Reykjavíkur, Íþróttabandalag Suðurnesja, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, Íþróttabandalag Keflavíkur, Íþróttbandalag Akureyrar og Íþróttabandalag Vestmannaeyja. Fyrsti formaður KKÍ var Bogi Þorsteinsson, en hann gegndi því embætti til ársins 1969. Alls hafa 14 einstaklingar hafa gengt formennsku KKÍ á þessum 52 árum. Körfubolti er önnur útbreiddasta íþróttagrein landsins enn körfuknattleikur er iðkaður í 24 af 25 íþróttahéruðum landsins. Yfir 70 félög iðka körfuknattleik og yfir 50 af þeim senda lið til keppni í mót á vegum KKÍ. Formenn KKÍ: 1961-1969 Bogi Þorsteinsson 1969-1973 Hólmsteinn Sigurðsson 1973-1976 Einar Bollason 1976-1977 Páll Júlíusson 1977-1978 Sigurður Ingólfsson 1978-1981 Stefán Ingólfsson 1981-1982 Kristbjörn Albertsson 1982-1983 Helgi Ágústsson 1983-1984 Þórdís Anna Kristjánsdóttir 1984-1985 Eiríkur Ingólfsson 1985-1988 Björn M. Björgvinsson 1988-1996 Kolbeinn Pálsson 1996-2006 Ólafur Rafnsson 2006- Hannes S.Jónsson