26 nóv. 2012
Evrópska körfuknattleikssambandið, FIBA Europe, kynnti formlegatil leiks lukkudýrið Lipko, þegar dregið var í riðla nú fyrir skömmu. Evrópumótið sjálft fer fram 4.-22. september í Slóveníu þar sem 24 bestu lið Evrópu munu leika til úrslita um evrópumeistaratitilinn 2013. Þar með talin eru liðin þrjú sem Ísland lék gegn í A-riðli undankeppninar og tryggðu sér sæti á lokamótinu, Serbía, Svartfjallaland og Ísrael.
Lipko faðmar forseta FIBA Europe, Ólaf Rafnsson, þegar dregið var í riðla Lipko er samsett úr slavnesku orðunum Lipa (Linden tré) og Ko (Lítið eða smátt) en fyrirmyndin er Linden tré sem er eitt af einkennum Slóveníu og er Lipko blanda af tré og manneskju og vísar til mikilvægi náttúrunnar og tengingu þess við mannfólkið á okkar tímum. Hægt er að fylgjast með Lipko á Twitter [v+]https://twitter.com/Lipko2013 [v-]@Likpko2013[slod-] og fá fréttir og myndir af undirbúningi keppninar fram að upphafi hennar í september.