5 sep. 2012
Í kvöld eigast við í Tel-Aviv, Ísrael og Ísland í [v+]http://www.eurobasket2013.org/en/cid_8Xfg3jZMG1QuJnp6pnUWd3.teamID_300.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2013.roundID_8721.html [v-]undankeppni EM2013[slod-]. Leikurinn hefst kl. 18.00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV2 (Ólympíurásinni).
Íslenska liðið á æfingu í NOKIA-Arena í Tel Aviv, en hún tekur um 11. þúsund manns í sæti og búist er við um 7.000 manns á leikinn
Næsti heimaleikur Á laugardaginn er svo komið að næsta leik og þá fer fram síðasti heimaleikur Íslands í þessari keppni þegar Svartfjallaland kemur til landsins. Þar er á ferðinni skemmtilegt og öflugt lið, sem um þessar mundir eru efstir í riðlinum, og hafa unnið alla leiki sína til þessa. Svartfjallaland lék með Íslandi í riðli 2008/2009 og eru með talsvert breytt lið frá því þá. Leikurinn á laugardaginn hefst kl. 15.45 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Miðasala fer fram á www.midi.is og KKÍ hvetur alla aðdáendur körfubolta á Íslandi að mæta og hvetja íslenska liðið.