4 sep. 2012Ísland tapaði fyrir Slóvakíu í hörkuleik 84-86 í Laugardalshöll á sunnudag. Fyrri leik liðanna vann Ísland með sex stigum ytra og því ljóst að um hörkuleik yrði að ræða. Svo reyndist raunin og það var ekki fyrr en á lokasekúndunum að úrslitin réðust. Jón Arnór Stefánsson gat jafnað leikinn í leikslok en með ótrúlegum hætti fór boltinn ekki ofaní og Slóvakarnir náðu í sinn fyrsta sigur í þessari undankeppni. Stigahæstur hjá Íslandi var Hlynur Bæringsson en hann var með myndarleag tvennu, 21 stig og 12 fráköst. Einnig gaf hann fimm stoðsendingar og varði þrjú skot. Jón Arnór Stefánsson var með 20 stig og Pavel Ermolinskij setti 12 stig. Næsti leikur Íslands er gegn Ísrael n.k. miðvikudag og hefst leikurinn kl. 17.30 að íslenskum tíma og verður hann í beinni á Ólympíurás RÚV. Tölfræði [v+]http://www.eurobasket2013.org/en/cid_8Xfg3jZMG1QuJnp6pnUWd3.gameID_8830-A-20-7.compID_qMRZdYCZI6EoANOrUf9le2.season_2013.roundID_8721.teamID_300.html[v-]leiksins[slod-].