14 ágú. 2012Ísland etur nú kappi við gríðarsterkt landslið Serbíu í Laugardalshöll. Núna í hálfleik er 18 stiga munur, 29-47 Serbum í vil. Ísland hefur löngum spilað vel, en við ofurefli er að etja. Því miður hefur Ísland ekki hitt vel úr opnum skotum, en með smá heppni væri munurinn í kringum 10 stigin. Frákastabaráttan hefur og reynst liðinu erfið, en við því var að búast. Hlynur Bæringsson er stigahæstur í hálfeik með 9 stig og 6 fráköst Jón Arnór Stefánsson 8 stig Pavel Ermolinski 7 stig og 4 fráköst Helgi Magnússon 3 stig Jakob Sigurðarson 2 stig