27 júl. 2012Ólympíuleikarnir eru að hefjast í London og eins og fyrri leika er körfuboltakeppnin ein sú vinsælasta og sú sem flestir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu. Nokkrir körfuboltakappar hafa verið valdir af sinni þjóð til að vera fánaberar en það er alltaf mikill heiður. Pau Gasol verður fánaberi fyrir Spán, andstæðingur okkar frá því í Kína í fyrra, Yi Jianlian verður fánaberi hjá Kína og Lauren Jackson fyrir Ástralíu. Jackson hefur verið ein besta körfuknattleiksskona síðasta áratugar er á sínum fjórðu Ólympíuleikum. Keppni hjá konunum hefst á morgun og er hægt að fylgjast með gangi mála [v+]http://london2012.fiba.com/pages/eng/fe/12/olym/p/asid/6233/eid/6232/lid//rid//sid/6232/schedule.html[v-]hér[slod-] Keppnin hjá körlunum hefst svo á sunnudaginn og er hægt að fylgjast með keppninni [v+]http://london2012.fiba.com/pages/eng/fe/12/olym/p/asid/6232/eid/6232/lid//rid//sid/6232/schedule.html[v-]hér[slod-] Íslenska karlalandsliðið hefur á síðustu 9 mánuðum fengið tækifæri á að keppa við tvö landslið sem eru með lið á leikunum og verður spennandi að sjá hvernig þeim reiðir af en um er að ræða Kína og Litháen. Marc Stein hjá ESPN hefur raðað liðunum í karlakeppninni í svokallað " Power Rankings " fyrir upphaf Ólympíuleika og er hægt að lesa allt um það [v+] http://espn.go.com/olympics/summer/2012/basketball/story/_/id/8204959/2012-olympic-basketball-power-rankings[v-]hér[slod-]