22 júl. 2012Í dag er komið að stóru stundinni hjá stelpunum okkar þegar þær leika til úrslita á í C-deild Evrópukeppninnar sem fram fer í hitanum á Gíbraltar. Íslenska liðið er taplaust á mótinu og mætir Kýpur í úrslitaleik, en liðin léku saman í upphafi móts í A-riðli keppninnar, og þar höfðum stelpurnar okkar sigur 66:43. Leikurinn hefst kl. 17.00 að íslenskum tíma og verður í beinni tölfræðilýsingu á forsíðu KKÍ.is. Ísland á nokkra leiðtogar í tölfræðiþáttum liðanna á mótinu. Sara Rún Hinriksdóttir leiðir keppnina með 16.5 stil að meðaltali í leik. Elsa Karlsdóttir er í fimmta sæti yfir flest fráköst með 10 að meðaltali í leik og Guðlaug Júlíusdóttir og Sandra Þrastardóttir eru í þriðja og fjórða sæti yfir flestar stoðsendingar með 2.3 og 2.0 að meðaltali í leik. Nánari upplýsingar um mótið er að finna [v+]http://www.fibaeurope.com/cid_KNce8jInH7Qj1EsyH5rjn2.pageID_uSJGRXP7Joksvc6vHhaVc1.compID_0HfDec0vJ1-VlVziYxDM72.season_2012.roundID_8982.teamID_300.html [v-]hérna á vef FIBA Europe[slod-].