4 júl. 2012Undankeppni ÓL2012 heldur áfram og í gær voru fjórir leikir á dagskránni. Hægt er að sjá úrslit leikjanna [v+]http://london2012.fiba.com/pages/eng/fe/12/olym/p/asid/6229/eid/6232/lid//rid//sid/6229/schedule.html [v-]hérna[slod-]. Everet Bartlett leikmaður landsliðs Nýja Sjálands, lék hér á Íslandi 2007-2008, en hann lék með Hetti á Egilsstöðum og stóð sig vel. Hér er hægt að sjá sýnishorn úr leiknum [v+]http://shar.es/sLrXF [v-]í gær[slod-]. Everet leikur í treyju nr. 5 með landsliðinu og var í leiknum í gær gegn Makedóníu næst stigahæstur í sínu liði með 9 stig og 4 stoðsendingar Hjá Makedóníu var hinn frábæri Bo McCallebb með 23 stig og 11 stoðsendingar, en hann var í úrvalsliði EM í Litháen, en þar er á ferðinni gríðarlega snöggur bakvörður sem gaman er að fylgjast með. Leikir dagsins í Venesúela eru: Nýja Sjáland - Angóla Dómíníska Lýðveldið - Rússland Litháen - Nígería Púertó Ríkó - Grikkland