1 júl. 2012Í dag lauk undankeppninni fyrir Ólympíuleikanna í London hjá kvennalandsliðunum en leikið var í Tyrklandi. Þau fimm lið sem tryggðu sér sæti á þessu lokamóti voru Kanada, Króatía, Tékkland, Frakkland og Tyrkland. Þar með er ljóst hvaða 12 lið leika á ÓL2012 í London hjá konunum. Riðill A: Tékkland, Angóla, Bandaríkin, Króatía, Tyrkland og Kína. Riðill B: Rússland, Frakkland, Ástralía, Bretland, Brasilía og Kanada. Karlarnir hefja leik á morgun Lokakeppni karla hefst á morgun 2. júlí og hægt er að lesa um keppnina og fyrirkomulagið [v+]http://london2012.fiba.com/pages/eng/fe/12/olym/p/asid/6229/eid/6232/lid//rid//sid/6232/schedule.html [v-]hérna[slod-] en hægt verður að fylgjast með mótinu á vefsíðu FIBA.com. Á mótinu leika 12 landslið um þrjú laus sæti á leiknunum. Um er að ræða þau lönd sem urðu í sætum 3-6 á sínum heimsálfukeppnum. Sem dæmi lentu Rússar í þriðja sæti, en Spánn og Frakkland sem léku til úrslita, fara beint áfram. Keppni á ÓL2012 í körfubolta fer fram dagana 28.júlí til 12. ágúst. Tveim dögum seinna hefst svo veislan hér heima þegar Serbía mætir til landsins og Ísland hefur leik í undankeppninni fyrir EM2013 í Slóveníu.