1 jún. 2012Um helgina og á næstu dögum er mikið um að vera hjá ungum körfuknattleiksiðkendum í hinum ýmsu körfuboltabúðum. Úrvalsbúðir KKÍ eru haldnar árlega fyrir leikmenn sem eru á leið í 8. flokk, 7. flokk og Minnibolta 11 ára á næsta ári (krakkar fæddir '99-'01). Fyrri helgin fer fram nú um helgina og sú seinni í lok ágúst. Úrvalshóparnir eru undanfari yngri landsliða Íslands þar sem unglingalandsliðsþjálfarar ásamt gestaþjálfurum stjórna æfingum og fara yfir helstu tækniatriði. Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells verður yfirþjálfari í strákabúðunum. Ingi hefur verið yfirþjálfari úrvalsbúða undanfarin ár. Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari yngri flokka hjá Njarðvík verður yfirþjálfari í stelpubúðunum. Margrét hefur verið yfirþjálfari úrvalsbúða undanfarin ár. Allar upplýsingar um æfingatíma og staðsetningu úrvalsbúða KKÍ[v+]http://www.facebook.com/events/345773398792994/ [v-]má sjá hér[slod-]. Einstaklingsbúðir Harðar Axels og Jóhanns Árna verða fyrir aldurinn 14 ára og upp úr (leikmenn fæddir 1998 og upp úr). Búðirnar verða fyrir bæði stráka og stelpur. Þær verða haldnar í Íþróttarhúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Búðirnar munu byrja Föstudaginn 1. júní og ljúka á sunnudeginum 3. júní. Sjá nánar á [v+]http://www.facebook.com/events/345773398792994/ [v-]Facebook-síðu búðanna[slod-]. Körfuboltabúðir Ágústs Björgvinssonar 2012 fara fram dagana 4. júní - 7. júní. Þær eru fyrir 12 til 18 ára stelpur og stráka. Nánari dagskrá er að finna [v+]http://coachgusti.com/isl/2012/06/dagskra-korfuboltabuðir-4-til-7-juni-2012/ [v-]hérna[slod-]. Körfuboltabúðir KFÍ verða haldnar dagana 6.-11. júní á Ísafirði. Um er að ræða hinu árlegu stóru búðir þar þáttakendur gista á Ísafirði og æfa í nokkra daga þar sem boðið verður upp á þjálfaranámskeið að auki. Virtir þjálfarar koma til landsins til að þjálfa og halda fyrirlestra auk annara íslenskra þjálfara. Hægt er að lesa nánar um þjálfara og gesti búðanna á [v+]http://kfi.is/ [v-]www.kfi.is[slod-]. Allar þessar búðir innihalda mikinn fjölda frábæra aðstoðarþjálfara, bæði leikmanna hér heima með félagsliðum úr efstu deildum sem og landsliðsmanna sem leika erlendis auk annara þjálfara sem þjálfa hér heima á hinum ýmsu stigum og í efstu deildum.