29 maí 2012
Íslenska landsliðið hafnaði í 3. sæti á Norðurlandamótinu sem fram fór núna um helgina í Noregi. Lokaleikur liðsins var háður á laugardaginn gegn sterku liði Finnlands. Íslensku stelpurnar léku vel í leiknum og náðu 15 stiga forskoti í fyrrihálfleik. Í seinni hálfleik jafnaðist leikurinn og í lokaleikhlutanum var jafnt á öllum tölum allt til loka þar sem þær finnsku reyndust sterkari og sigruðu 80:82. Þar með var ljóst að íslenska liðið myndi hafna í 3. sæti með 2 sigra og 2 töp, en Finnland og Svíþjóð voru taplaus og léku til úrslita á sunnudeginum. Þar sigraði Svíþjóð 77:68 og urðu Norðurlandameistarar 2012. Helena valin í úrvalslið NM
Helena Sverrisdóttir var valin í úrvalslið mótsins ásamt Fridu Eldebrink og Louice Halvarsson frá Svíþjóð, Idu Trygdesson frá Danmöru og Taru Tuukkanen frá Finnlandi. Helena leiddi mótið í stigum skoruðum að meðaltali (20.8), stoðsendingum að meðaltali (5.0) og var þriðja í fráköstum að meðaltali (7.5). [v+]http://www.basket.no/serie/Sider/lag.aspx?team_id=255513&league_id=12543&season_id=59723 [v-]Heildartölfræði íslenska liðsins[slod-] er hægt að skoða hérna, bæði heildartölur (Sum) og meðaltal (Gj.Snitt)