19 mar. 2012Í gær varð það ljóst að það verða Skallagrímur og ÍA sem eigast við í lokaeinvígi um laust sæti 1. deildar karla þetta árið en liðin unnu sínar undanúrslitaseríur 2-0. Skallagrímur lagði Hött á Egilsstöðum 77:88. ÍA tók á móti Hamar úr Hveragerði og vann 86:72. Þar með er ljóst að nágrannaliðin mætast í lokabaráttunni um að fylgja KFÍ upp um deild að ári. Það lið sem fyrr vinnu tvo leiki fer upp og hefjast leikar í Borgarnesi föstudaginn 23. mars næstkomandi. Leikið verður svo aftur á sunnudaginn á Akranesi þann 25. mars og ef þarf, verður oddaleikurinn þriðjudaginn 27. mars. ÍA, sem eru nýliðar í 1. deild í ár eftir sigur í 2. deild í fyrra, léku síðast í úrvalsdeild tímabilið 1999-2000 og hafa alls sjö sinnum leikið í efstu deild. Skallagrímur var síðast í Iceland Express-deildinni árið 2008-2009 og hefur alls 16 sinnum leikið í efstu deild.