1 mar. 2012Búið er að úrskurða í þremur málum sem bárust aga- og úrskurðanefnd til umfjöllunar. Úrskurðirnir eru eftirfarandi: Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 15/2011-2012 „Með vísan til ákvæðis c. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði Andri Þór Kristinsson (þjálfari Breiðabliks), sæta eins leiks banni, vegna framkomu sinnar í leik Breiðabliks og Stjörnunnar í 1. deild Mfl. kvenna, sem fram fór í Smáranum í Kópavogi 3. febrúar 2012". Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 16/2011-2012 „Með vísan til ákvæðis c. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ágúst Angatýsson, KR-b, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Hauka b gegn KR b í Meistarflokki í 2 deild karla, sem fram fór þann 29. janúar 2012." Agaúrskurður aga- og úrskurðarnefndar nr. 17/2010-2011 „Með vísan til ákvæðis b. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál skal hinn kærði, Benedikt Guðmundsson- Þór/Hamar, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Þór/Hamar gegn Breiðablik í 9. flokki karla sem fram fór þann 5. febrúar 2011.“