28 feb. 2012Hér fyrir neðan eru tvær yfirlýsingar frá þeim Ágústi Jenssyni og Karli Friðrikssyni sem óskuðu eftir að fá þær birtar á heimasíðu KKÍ. Yfirlýsing frá Ágústi: „Í kjölfaryfirlýsingar stjórnar KKÍ og dómaranefndar KKÍ frá 24. s.l. vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri. Mér þykir miður að símtal mitt eftir umræddan leik við annan dómara leiksins sé túlkað á þann hátt að ég hafi verið að reyna að hafa áhrif á hans ákvörðunartöku, það var ekki ætlun mín. Ég viðurkenni að tímasetning símtalsins hafi verið óheppileg og hægt sé að túlka það ranglega á þann veg að ég hafi beitt hann þrýstingi og að reynsluleysi mitt í þessum efnum hafi orðið til þess að ég ekki las aðstæður rétt. Ég harma málið í heild sinni og í kjölfarið mun ég sætta mig við þau viðurlög sem dómaranefnd KKÍ ákveður í þessu máli. Virðingarfyllst Ágúst Jensson KKÍ Dómari.“ Yfirlýsing frá Karli: „Undirritaður harmar að kæra á hendur leikmanni Fjölnis í unglingaflokki karla hafi borist of seint til aganefndar KKÍ á dögunum og biðst afsökunar á þeim óþægindum sem kunna að hafa hlotist af þeim sökum. Með þessu var því miður farið á svig við þau tímamörk sem dómurum eru sett í regugerð aganefndar varðandi skil á kærum vegna kærumála. Undirritaður hefur engra hagsmuna að gæta í þessu máli, hvorki gagnvart Fjölni né KR og tengist hvorki leikmanni Fjölnis né fjölskyldu hans. Virðingarfyllst, Karl Friðriksson dómari.“