24 feb. 2012Aga- og úrskurðanefnd hefur fjallað um kæru sem barst henni til umfjöllunar. Niðurstaða hennar var að Elvar Sigurðsson, leikmaður Fjölnis, skuli sæta þriggja leikja banni, vegna framkomu sinnar í leik Fjölnis og KFÍ í bikarkeppni unglingaflokks karla sem fram fór í 18. febrúar 2012. Úrskurðurinn í heild sinni: Úrskurður nr. 18/2011-2012 „Í kæru dómara kemur fram að hinn kærði hafi sparkað í leikmann KFÍ eftir að leikur hafði verið stöðvaður. Í ljósi alvarleika brots og með vísan til ákvæðis d. liðar 13. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál, skal hinn kærði, Elvar Sigurðsson, leikmaður Fjölnis, sæta þriggja leikja banni, vegna framkomu sinnar í leik Fjölnis og KFÍ í bikarkeppni unglingaflokks karla sem fram fór í 18. febrúar 2012. Með hliðsjón af sérstökum aðstæðum í máli þessu, þar sem reynt hefur verið að hafa áhrif á gildistöku úrskurðarins, skal úrskurður þessi taka gildi um leið og hann hefur verið birtur, sbr. ákvæði 9. gr. reglugerðar um aga - og úrskurðarmál."