7 feb. 2012FIBA Europe hefur tilkynnt fyrstu niðurstöður í kjöri leikmanna ársins og er það Emma Meesseman frá Belgíu sem er „Besti ungi leikmaður ársins“ 2011 í Evrópu. Emma er 19 ára miðherji og leiddi hún U18 ára landslið Belga til sigurs í sumar í evrópukeppninni og var valin besti leikmaður mótsins, þar sem hún var með tvennu að meðaltali í leik í stigum og fráköstum. Hún lék auk þess með A-liðinu í síðustu Evrópukeppni og með félagsliði sínu í EuroCup þar sem hún var með 15.8 stig og 8.4 fráköst að meðaltali. Önnur í kjörinu núna var Queralt Casas frá Spáni og Nika Baric þriðja, en hún var valin besti ungi leikmaðurinn árið 2010.