6 des. 2011Jakob Örn Sigurðarson, landsliðsmaður og leikmaður Sundsvall Dragons, hefur verið tilnefndur sem íþróttamaður Sundsvall 2011. Valið fer fram þann 9. febrúar og er það fyrir íþróttafólk í Sundsvall og héruðunum í kring. Þrír aðrir eru tilnefndir sem íþróttamaður ársins og eru þeir auk Jakobs Anton Lander sem spilar hokký með Timra IK og Johan Mårtensson fyrir skotveiði. [v+]http://www.medelpadsidrottsgala.se/?sida=nominerade#cat1 [v-]Hér má sjá tilnefningarnar[slod-] Að auki eru Dragons eru tilnefndir sem lið ársins og Peter Öqvist, þjálfari þeirra og landsliðsþjálfari Íslands, em leiðtogi ársins, en Drekarnir urðu meistarar á síðasta ári í sænsku úrvalsdeildinni. KKÍ óskar Jakobi Erni til hamingju með tilnefninguna og vonar svo sannarlega að hann hljóti heiðurinn sem og Peter. Jakob var byrjunarliðsmaður á Norðurlandamóti landsliða sem fram fór í Sundsvall í sumar, var valinn í úrvalslið keppninnar og átti frábært tímabil í fyrra með Dragons, þar sem hann var að öðrum ólöstuðum maður oddaleiksins um titilinn þar sem hann fór hamförum, skoraði 31 stig og var með frábæra nýtingu.