4 des. 2011Í dag sunnudag verður dregið hjá FIBA Europe í riðla fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik. Það verður því spennandi að sjá að drættinum loknum með hvaða þjóðum landsliðin okkar munu leika í evrópukeppnum sumarsins og haustsins, en A-landsliðið mun keppa um að komast á EM í Slóveníu 2013. Ísland mun leika í riðli með fimm öðrum þjóðum, einni úr hverjum styrkleikaflokk. Leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september. Dregið verður í beinni útsendingu á vef [v+]http://www.fibaeurope.com [v-]www.fibaeurope.com[slod-] á sunnudaginn kl. 09.45 að íslenskum tíma og verður byrjað að draga í keppni yngri landsliða þar sem við eigum fulltrúa í U16-keppni kvenna og U18-drengja áður en dregið verður í riðla A-landsliðanna. Styrkleikariðlarnir eru eftirfarandi: Stykleikaflokkur I: Serbía, Tyrkland, Þýskaland, Finnland, Georgía, Króatía. Stykleikaflokkur II: Úkraína, Búlgaría, Pólland, Bosnía, Ísrael, Ítalía. Stykleikaflokkur III: Svartfjallaland, Lettland, Belgía, Portúgal, Holland, Svíþjóð. Stykleikaflokkur IV: Tékkland, Eistland, Holland, Sviss, Austurríki, Aserbaídsjan. Stykleikaflokkur V: Hvíta Rússland, Slóvakía, Rúmenía, Albanía, Lúxemborg, Kýpur. Stykleikaflokkur VI: Ísland.