3 des. 2011Undanúrslit Lengjubikars karla fóru fram í kvöld í DHL-höllinni. Mikil veisla var á boðstólum í vesturbænum. Fyrri leikur kvöldsins var á milli Grindavíkur og Þórs frá Þorlákshöfn. Seinni leikurinn var svo á milli Snæfells og Keflavíkur. Grindavíkingar unnu Þórsara [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=12033&game_id=873283#mbt:6-400$t&0=1[v-]66-80[slod-] í sveiflukenndum og fjörugum leik og Keflavík lagði Snæfell að velli [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=undefined&season_id=12033&game_id=873293#mbt:6-400$t&0=1[v-]88-93[slod-] í jöfnum og spennandi leik. Það verða því Grindavík og Keflavík sem leika til úrslita í hreinum suðurnesjaúrslitaleik. Úrslitaleikurinn hefst kl. 16:00 og fer fram í DHL-höllinni.