15 nóv. 2011Í dag, þriðjudaginn 15. nóvember, verður dregið í 32-liða úrslit í Poweradebikar karla. Þau lið sem koma fyrr upp úr skálinni góðu fá heimaleik að venju nema þegar lið í neðri deild er dregið sem seinna lið í viðureign og mætir liði sem er í deild fyrir ofan, þá færist heimaleikjarétturinn alltaf til hins liðsins. Dregið verður í húsakynnum ÍSÍ (E-sal á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar) kl. 14:00 og eru allir velkomnir á viðburðinn. Þau lið sem eru í pottinum í dag eru öll liðin úr Iceland Express-deild karla, öll liðin úr 1. deild karla auk þeirra liða sem komust áfram úr forkeppninni milli B-liða og liða í 2. deild karla, samtals 10 lið en það eru liðin Haukar b, KR b, Njarðvík b, Stjarnan b, Mostri, Álftanes, Reynir Sandgerði, Patrekur og Víkingur Ólafsvík og ÍBV sem sat hjá í þessari umferð. Í næstu umferð verður svo dregið á sama tíma í 16-liða úrslit karla og kvenna.