1 nóv. 2011Komandi helgi, þann 5. og 6. nóvember, mun körfuknattleiksdeild Fjölnis halda sitt árlega mót. Mótið hefur fyrir löngu skipað sér í sess með stórmótum vetrarins og þar má sjá margar af stjörnum framtíðarinnar. Auk þess að keppa er ýmislegt annað gert, þar sem meðal annars er farið í bíó og sund en ekki má gleyma kvöldvökunni þar sem börn og foreldrar skemmta sér saman. Mótið er ætlað iðkendum 11 ára og yngri, bæði stelpum og strákum. Leikið er 2*10 mín. þar sem leikklukka er ekki stöðvuð. Að venju er ekki keppt um sæti heldur leikgleðin látin ráða ríkjum. Skráningu líkur á morgun,miðvikudaginn 2. nóvember kl. 20.00. Þátttaka tilkynnist í tölvupósti á netfangið [p+]karfa@fjolnir.is[p-]karfa@fjolnir.is[slod-]. Sjá nánar á vef Fjölnis, [v+]http://www.fjolnir.is/karfa/Sambiomotid/ [v-]fjolnir.is/karfa[slod-].