25 okt. 2011Við höldum áfram með flokkinn „Frægar Flautukörfur" hér á KKÍ.is en um er að ræða eftirminnilegar flautukörfur í íslenskri körfuboltasögu. Einn eftirminnilegasti leikur í seinni tíð fór fram þann 27. mars 2009 í úrslitakeppninni það árið. Um var að ræða leik þrjú milli KR og Keflavíkur í DHL-höllinni. Jón Arnór skoraði þar ótrúlega þriggjastiga-flautukörfu sem tryggði KR aðra framlengingu í leiknum af samtals fjórum í leiknum. Gangur leiksins Jesse Pellot-Rosa jafnaði í 88:88 í lok venjulegs leiktíma og KR náði ekki að tryggja sér sigur í næstu sókn á eftir. Við lok fyrstu framlengingar jafnaði Keflavík enn á ný þar sem Sigurður Gunnar Þorsteinsson jafnaði leikinn og önnur framlenging staðreynd. Gunnar Hafsteinn Stefánsson skoraði þriggja stiga körfu og kom Keflavík í 105:108 þegar aðeins 6.29 sek. voru eftir af leiktímanum þegar KR tók leikhlé og svo innkast á miðjunni. KKÍ.is hafði samband við Jón Arnór og spurði hann um hans upplifun á körfunni: „Ég man vel eftir þessu, um leið og ég sleppti boltanum þá leið mér mjög vel með skotið. Ég náði mjög góðu "look-i" á körfuna þó að skotið hafi verið úr jafnvægi. Auðvitað var þetta algjör grís samt í andlitið á Big Country!" sagði Jón Arnór og á þar við Sigurð Gunnar, samherja sinn í landsliðinu og leikmann Grindavíkur. „Þetta var maraþon leikur og ég fauk útaf með fimm vilur ekki löngu eftir flautukörfuna, en við kláruðum þetta. Stemningin inn í klefa var góð enda komnir í úrslit og allt að gerast". Dramatíkin hélt áfram því í lok 3. framlengingar jafnaði Jason Dourisseau leikinn með víti í 116:116, en klikkaði á seinna skotinu og Jesse Pellot-Rosa klikkaði úr þriggjastiga skoti fyrir Keflavík í næstu sókn og því þurfti að framlengja í fjórða sinn. Þar vann KR framlenginguna 13-8 og hafði sigur 129:124 í frábærum leik. Þar með sigruðu þeir undanúrslitin 3-0 og mættu Grindavík í úrslitunum eins og frægt er orðið. Hægt er að skoða tölfræðina og gang leiksins [v+]http://www.kki.is/widgets_arena.asp?arena_id=591&league_id=undefined&season_id=258 [v-]hérna[slod-]. Fyrri flautukörfur: [v+]http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=6631 [v-]Jakob Örn gegn Georgíu[slod-]. [v+]http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=6686 [v-]Pálmar gegn Noregi[slod-].