21 okt. 2011(Tengill á úrskurð var ekki réttur. Búið er að laga það núna) Aga- og úrskurðanefnd KKÍ barst kæra eftir leik Vals og Snæfells í Iceland Express-deild kvenna þann 12. október síðastliðin. Snæfell hafði betur í leiknum [v+]http://www.kki.is/widgets_game.asp?league_id=189&season_id=11963&game_id=492793 [v-]70:79[slod-]. Valur kærði úrslit leiksins á þeim forsendum að einn leikmaður Snæfells, Kieraah Marlow, væri ekki með leikheimild í upphafi leiks. Aga- og úrskurðanefnd hefur dæmt í málinu og hlýtur Valur sigur í umræddum leik 20-0. Sjá allan dóminn [v+]http://www.kki.is/skjol/urskurdur1_2012.pdf [v-]hérna[slod-].