4 okt. 2011Laugardaginn 22. október klukkan 09.00-16.00 býður Heilsuskóli Keilis uppá opið námskeið fyrir alla þjálfara í styrktarþjálfun barna og unglinga í hópíþróttum. Mikil áhersla verður lögð á verklega kennslu samhliða fræðilegri yfirferð. Námskeiðinu fylgir bæklingur með texta og lýsingum á æfingum og æfingakerfum fyrir börn og unglinga. Á námskeiðinu verður farið í: • Æfingaval og æfingakerfi • Mælingar fyrir sprengikraft, hraða, styrk og úthald • Áherslur í þjálfun yngri flokka • Lífðelisfræðilegann ávinning þjálfunar • Algeng meiðsli og meiðslaforvarnir hjá börnum og unglingum í hópíþróttum • Meðferð á meiddum einstaklingi í hópíþrótt og styrktarþjálfun Leiðbeinandi er Einar Óli Þorvarðarson, sjúkraþjálfari B.Sc og styrktarþjálfari barna, unglinga og fullorðinna hjá íþróttafélagi. Allar upplýsingar um verð og skráningu má finna á heimasíðu [v+]http://www.keilir.net/heilsa-og-uppeldi/namskeid/styrktarthjalfun-i-hopithrottum [v-]námskeiðsins[slod-]. Skráning fer fram á namskeid@keilir.net.