26 sep. 2011Íþróttafélagið Stál-úlfur hefur gefið út kynningarbækling á fjórum tungumálum. Tilgangur útgáfunnar er að kynna félagið betur meðal innflytjenda á Íslandi. Bæklingurinn er á fjórum tungumálum íslensku, ensku, litháísku og pólsku og verður hann sendur á helstu fjölmiðla og dreift til félaga innflytjenda og stofnana sem innflytjendur sækja á Íslandi. Hægt er að skoða bæklinginn á netinu [v+]http://www.umsk.is/wp-content/uploads/2011/09/Stalulfur_baeklingur1.pdf[v-]hérna[slod-]. Tilgangur félagsins er margþættur. Meðal annar er hann að búa til vettvang fyrir íþróttaáhugamenn af erlendum uppruna og stuðla að virkum samskiptum milli íslendingar og innflytjenda í gegnum íþróttir. Stál-úlfur er einnig með [v+]http://stalulfur.blogcentral.is/ [v-]bloggsíðu[slod-] þar sem helstu upplýsingar um félagið, æfingartíma, aðstöðu og fleira er að finna á íslensku og ensku.