16 sep. 2011
Í gærkvöldi lauk undanúrslitunum á EM í Litháen þegar Frakkar unnu Grikkland og Rússland lagði Serbíu. Það verða því Spánn og Makedónía og Frakkland og Rússland sem mætast í undanúrslitunum. Litháen lagði Slóveníu einnig í dag og tryggðu sér þar með að leika um sæti 5.-6. og réttinn til að leika um sæti á ÓL2012. Á morgun kemur í ljós hvort Grikkland eða Serbía mun mæta heimamönnum í leiknum um 5. sætið. Litháar eru gríðarlega miklir áhugamenn um körfubolta og er nánast fullt í nýju höllinni í Kaunas á hverjum leik en hún tekur 17.500 manns í sæti, og var byggð sérstaklega fyrir keppnina. Vel er staðið að öllum þáttum og umgjörð leikja með því besta sem gerist og leikirnir frábær skemmtun, enda bestu leikmenn Evrópu með sínum landsliðum á mótinu.