12 sep. 2011Í dag eru síðustu þrír leikirnir á dagskránni í milliriðlunum og í kvöld verður því ljóst hvaða lið fara áfram í keppninni. Finnland leikur í dag hreinan úrslitaleik gegn Slóveníu um hvort liði fer áfram úr F-riðli. Rússar eru öryggir áfram og leika um efsta sætið gegn Makedóníu, Grikkir eru í þriðja sæti, og svo er spurning hvort Finnar eða Slóvenía nær fjórða og síðasta sætinu inn í 8-liða úrslitin. Í gær var svipað upp á teningnum í E-riðli, en þá lögðu Serbar lið Tyrklands í úrslitaleik um að fara áfram með einu stigi, þannig að Tyrkland er úr leik og á heimleið frá Litháen. Spánverjar sigruðu Frakka og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins og Litháar eru öryggir í 3 sæti á undan Serbum. Þýskaland er einnig úr leik en þeir urðu í 5. sæti og Tyrkir urðu á botninum.