7 sep. 2011Í dag er komið að fyrstu leikjunum í milliriðlum. Liðin munu leika gegn þeim þjóðum sem voru ekki með þeim í riðlakeppninni og leika því öll liðin þrjá leiki. Spánverjar munu sem dæmi leika gegn Þýskalandi, Serbíu og Frakklandi. Þau lið sem verða í topp fjórum sætunum í hverjum riðli fara áfram í lokastig keppninnar, 8-liða úrslitin, sem hefjast 14. september. Fyrstu leikirnir í milliriðlum: (ísl. tími) Þriðjudagur 7. september Þýskaland · Spánn kl. 12.30 Tyrkland · Frakkland kl. 15.00 Serbía · Litháen kl. 18.00 Miðvikudagur 8. september Georgía · Makedónía kl. 12.30 Finland · Rússland kl. 15.00 Slóvenía · Grikkland kl. 18.00 Hægt er að fylgjast með leikjunum á [v+]http://www.eurobasket2011.com/en/default.asp [v-]eurobasket2011.com[slod-] (LiveStatt) og á FIBAtv.com er hægt að kaupa sér áskrift að öllum leikjunum í keppninni.