23 ágú. 2011Nú styttist óðum í [v+]http://www.facebook.com/groups/asinn/[v-]Ásinn leikstjórnendanámskeið[slod-], en námskeiðið er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Markmið námskeiðsins er að auka skilning leikmanna á hlutverki leikstjórnanda og æfa ýmis atriði tengd leikstjórnandastöðunn Námskeiðið er fyrir drengi á aldrinum 14-18 ára (fæddir 1993-1997) Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi: Föstudagur 26. ágúst · kl. 18-22 Laugardagur 27. ágúst · kl. 14-18 Sunnudagur 28. ágúst · kl. 13-18 Allir þátttakendur geta svalað þorsta sínum í boði Gatorade auk þess sem Peak býður skráðum þátttakendum 10% afslátt af Peak vörum fram á sunnudag. Skráning fer fram á [p+]snorriorn@gmail.com[p-]snorriorn@gmail.com[slod-]. Þátttökugjald: kr. 6.000. Þjálfarar á námskeiðinu eru: - Jón Kr. Gíslason, sem er jafnframt námskeiðsstjóri, þriðji landsleikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi og landsleikjahæstur allra íslenskra leikstjórnenda. Jón þjálfaði A-landslið karla 1995-1999 og A-landslið kvenna 1998. - Falur Harðarson, margreyndur landsliðsmaður (106 leikir), fyrrverandi atvinnumaður í Finnlandi og núverandi þjálfari kvennaliðs Keflavíkur. - Snorri Örn Arnaldsson, unglingalandsliðsþjálfari, yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar og aðstoðarþjálfari meistaraflokks Stjörnunnar. - Finnur Freyr Stefánsson yfirþjálfari yngri flokka KR.