12 ágú. 2011Á morgun laugardag eru úrslit Sumardeildarinnar 2011, en Sumardeildin er götuboltakeppni KKÍ sem fram hefur farið í sumar. Hægt er að lesa meira um keppnina [v+]http://www.kki.is/sumardeildin.asp [v-]hérna[slod-]. Leikið verður á Sport-Court vellinum í Garðabæ en það er nýr og glæsilegur útikörfuboltavöllur sem er staðsettur við útiíþróttasvæðið við Ásgarð gegnt Flataskóla. [v+]http://ja.is/kort/#q=Flatask%C3%B3li&x=357225&y=401657&z=10 [v-](sjá kort)[slod-] Dagskráin er eftirfarandi: Leikjaplan: 13.00 Viðureign 1: Team DC - Ravens 13.00 Viðureign 2: Þristurinn - Lituanica 13.30 Viðureign 3: Óvissumenn - Jailblazers 13.30 Viðureign 4: Gullni Örninn - Glímufélagið 14.00 Viðureign 5: Undanúrslit sigurvegarar úr leik 1 og 2 14.00 Viðureign 6: Undanúrslit sigurvegarar úr leik 3 og 4 14.30 Þriggja stiga keppni 14.45 Viðureign 7: Úrslitaleikur Þriggja-stiga keppni: Eins og í fyrra verður þriggja-stiga keppni og mun hvert félag tefla fram einum leikmanni. Fimm skotstaðir verða og hver skotstaður með þrjá bolta. Boltarnir gefa eitt stig nema síðasti sem mun gefa 2 stig. Mest verður hægt að fá 20 stig. Verðlaun verða veitt fyrir sigur í deildinni og fyrir þriggjastigakeppnina.