10 ágú. 2011KKÍ mun standa fyrir æfingabúðum fyrir úrvalshópa KKÍ eins og gert hefur verið síðastliðin sumur með mjög góðum árangri. Úrvalshóparnir eru undanfari yngri landsliða Íslands þar sem unglinga landsliðsþjálfarar ásamt gestaþjálfurum stjórna æfingum og fara yfir helstu tækniatriði. Í sumar stendur KKÍ fyrir æfingabúðum fyrir drengi og stúlkur sem fædd eru á árunum 1998, 1999, og 2000 og hafa þjálfarar liða í þessum aldursflokki tilnefnt leikmenn í búðirnar til KKÍ og þeir verið boðaðir með bréfi. Æfingabúðirnar standa yfir tvær helgar í sumar en fyrri helgi æfingabúðanna var dagana 28.-29. maí. Seinni helgin verðru 20.-21. ágúst. · Stúlkur æfa í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda · Drengir æfa í Dalhúsum í Grafarvogi Dagskráin eftirfarandi fyrir báða dagana: Krakkar ´00 · kl. 09.00 – 11.00 Krakkar ´99 · kl. 11.30 – 13.30 Krakkar ´98 · kl. 14.30 – 16.30