21 júl. 2011Pavel Ermolinski er leikmaður nr. 12 í landsliðinu og nýjasti samhverji Jakobs og Hlyns hjá Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fullt nafn: Pavel Ermolinski Hæð: 202 Aldur: 24 Gælunafn: Pavelino Giftur / sambúð? Á góða kærustu Börn: Nei á góð 6 ár eftir Hvað eldaðir þú síðast? Pasta fyrir langalöngu Ertu matvandur, er eitthvað sem þú borðar alls ekki? Fiskur er ekki ofarlega á vinældarlistanum, en ég hef þó tekið hann meira í sátt með árunum. Hvað seturðu á pizzuna þína? Er opinn fyrir öllu, því meira því betra. Ananas er þó fastagestur á mínum pizzum. Gerir hana safaríkari. Uppáhalds vefsíða? Vísir.is Frægasti vinur þinn á Facebook? Þórhallur miðill. Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Já það er löng og ströng rútína, allt frá hvaða sjónvarpsþætti ég horfi á yfir daginn íhversu of ég reima skóna fyrir leik. Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Það var alltaf einhver nýr. Erfiðasti andstæðingur? Molten boltarnir sem við þurfum að spila með á NM. Sætasti sigurinn? Árið í fyrra var í heildina mjög sætt. Mestu vonbrigði? Að það er ekki Serrano í Sundsvall. Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið, hver yrði það? Hef fulla trú á því að ég og Dwight myndum ná vel saman, henda honum bara upp í átt að körfunni. Segðu okkur frá skemmtilegu / skondnu atviki sem gerst hefur í leik: Í öðrum leik eftir að ég kom heim frá Spáni byrjaði einn dómari í deildinni að tala ensku við mig. Skiljanleg mistök svosem. Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 15 ára með Skallagrím. Pabbi var þjálfari og við spiluðum á móti KR með 82' strákana innanborðs. Sá leikur tapaðist með 2 stigum þrátt fyrir ágæta tilraun hjá gamla að skora 3 stig með "húkk" skoti á síðustu sekúndu, Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Eymundsson. Vandræðalegasta augnablik? Í hvert sinn sem Fannar Ólafsson liðsfélagi minn hjá KR reynir að dripla boltanum. Vandræðalegt fyrir alla sem eru á svæðinu. Maður fær klígju. Hver á ljótasta bílinn í liðinu? ? Hver er fyndnastur í liðinu? Helgi Magg á sín moment. Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég vann Íslandsmótið í badminton í mínum aldurslokki fyrir mörgum árum. Fáranlega mjúkur og hreyfanlegur spilari. Uppáhalds: Lið í NBA: Miami Lið í Evrópska körfuboltanum: Malaga Leikmaður í körfu: Lebron Erlenda hljómsveit: Jay Z Innlenda hjlómsveit: Gusgus Bíómynd: Við Hlynur eigum það sameiginlegt að elska Transformers. Sjónvarpssería: Lost og Office (breska útgáfan að sjálfsögðu)