20 júl. 2011KKÍ.is heldur áfram að kynna til leiks leikmenn liðsins sem leikur á NM 2011 í Svíþjóð. Næsti leikmaður sem við kynnum til leiks er Jón Arnór Stefánsson, leikmann CB Granada á Spáni. Fullt nafn: Jón Arnór Stefánsson Hæð: 195 cm Aldur: 28 ára Gælunafn: Nonni Giftur / sambúð? Sambúð með Lilju Björk Guðmundsdóttur Börn: 1 nýfæddur drengur Hvað eldaðir þú síðast? Ég grillaði heilan kjúkling og sætar kartöflur og bar það fram með fersku salati. Ertu matvandur, er eitthvað sem þú borðar alls ekki? Ég er mikill mat maður og borða nánast hvað sem er. Hvað seturðu á pizzuna þína? Eins margar áleggstegundir og komast fyrir á pizzunni Uppáhalds vefsíða? www.kki.is Frægasti vinur þinn á Facebook? Er ekki með Facebook Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Nei Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Michael Jordan Erfiðasti andstæðingur? Að finna hvatningu á hverjum degi til að verða betri í körfubolta Sætasti sigurinn? Síðasti sigur er sætastur Mestu vonbrigði? Bikarleikur 2009 móti Stjörnunni situr í mér Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið, hver yrði það? Einn af góðum vinum mínum úr landsliðinu Segðu okkur frá skemmtilegu / skondnu atviki sem gerst hefur í leik: Það var alltaf skemmtilegt að sjá troðið yfir Skarphéðinn Ingason í leik.. og það gerðist ansi oft. Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? Árið 2000, 18 ára gamall Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Ísland er minn staður, hér líður mér best. Vandræðalegasta augnablik? Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þegar ég var hjá Dallas og það var verið að kynna mig og hina nýliða liðsins. Þetta fór fram í stóru höllinni og þarna voru mættir helstu stuðningsmenn liðsins sem voru örugglega um 5000 talsins. Við vorum settir í gegnum skotdrill sem átti að gleðja áhorfendur og um leið sýna hvað í okkur bjó. Ég fór fyrstur af stað og ég man að ég hef aldrei verið eins stressaður á ævi minni þegar ég henti upp fyrsta boltanum og um leið fyrsta loftboltanum í þessari umferð. Þeir urðu á endanum 3 talsins loftboltarnir og einungis 4 skot rötuðu rétta leið af 15. Og menn spyrja mig í dag af hverju ég hélt ekki áfram hjá Dallas? Þetta er ástæðan, skotdrillið, Mark Cuban sat nefnilega í stúkunni. Hver á ljótasta bílinn í liðinu? Þjálfarinn okkar Peter Öqvist Hver er fyndnastur í liðinu? Ef 26 manna æfingahópurinn telst með þá verð ég að segja Raggi Nadal! Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Ég hræðist meira að tala fyrir framan stóran hóp af fólki en dauðann sjálfan! Uppáhalds: Lið í NBA: ekkert sérstakt Lið í Evrópska körfuboltanum: Barcelona Leikmaður í körfu: Juan Carlos Navarro Erlenda hljómsveit: The Smiths Innlenda hjlómsveit: Sigur Rós Bíómynd: The Shawshank Redemption Sjónvarpssería: Sopranos