21 jún. 2011Strákarnir í U15ka kláruðu síðustu tvo leiki Copenhagen Invitational af krafti og unnu Danmörku 78-51 og Værlöse 73-60. Ísland - Danmörk 78-51 Eftir sigur á Englandi fyrr um daginn var góð stemmning í íslenska liðinu. Það kom strax fram í leik liðsins sem tók strax forystuna í leiknum og leiddur 19-12 eftir fyrsta leikhluta. Liðið lék af miklum krafti og lentu Danir oftsinnis í miklum vandræðum gegn pressuvörn íslensku strákanna, sem stálu heilum 10 boltum í upphafsleikhlutanum. Góð byrjun í öðrum leikhluta kom forystunni upp í 13 stig, 25-12. Adam var þó ekki lengi í paradís og góður leikhluti heimamanna breytti stöðunni í 29-25 og 32-29 í hálfleik. Eftir góðan sprett um miðjan þriðja leikhluta var aðeins formsatriði að klára leikinn, en á skömmum tíma breyttist staðan úr 45-39 í 62-39. Danirnir reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn, en höfðu ekki erindi sem erfiði og öruggur íslenskur sigur því í höfn, 78-51. Gunnar Ingi var stigahæstur með 24 stig (6 stolnir), Pétur skoraði 18 stig (6 fráköst, 5 stolnir, 6 stoðsendingar), Hinrik 10 (2 stolnir), Hlynur 7 (2 fráköst, 3 stolnir), Daði Lár 4 (3 stolnir), Vilhjálmur Kári 4 (4 fráköst), Helgi Rúnar 3 (4 fráköst, 3 stolnir), Hilmir 3, Högni 2 (5 fráköst), Kristján 2 (7 fráköst, 2 stolnir) og Jón Axel 1. Atli Þórsson meiddist á hné í seinni leik föstudagsins og lék ekkert á laugardeginum. Ísland - Værlöse 73-60 Leikið var við Værlöse um 5. sætið á mótinu, en Værlöse hafði einmitt unnið íslensku strákana á ótrúlegan hátt í riðlinum á föstudagskvöldinu. Leikurinn var ansi kaflaskiptur, en íslensku strákarnir komust strax í 5-0, heimamenn komust í 8-9, Íslendingar komust í 13-9 og Værlöse leiddi 13-14 eftir fyrsta leikhluta. Leikurinn hélt áfram á sömu nótum fram í þriðja leikhluta, en í stöðunni 21-23 komu 11 íslensk stig í röð og leiddu íslensku strákarnir það sem eftir lifðu leiks. Staðan í hálfleik var 35-32, góður kafli í byrjun seinni hálfleiks breytti stöðunni svo í 51-37. Værlöse menn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en komust aldrei nær en 5 stig, 58-53. Lokatölur 73-60. Pétur Rúnar var stigahæstur með 24 stig (8/12 í 2gja stiga skotum, 8 fráköst, 7 stolnir, 3 stoðsendingar, 2 varin skot), Gunnar Ingi skoraði 22 stig (3 fráköst, 5 stoðsendingar), Hilmir 11 (4 fráköst), Vilhjálmur 7 stig (8 fráköst), Hlynur 3 (3 fráköst, 4 stolnir), Atli 2, Helgi 2 (5 fráköst, 2 stoðsendingar), Hinrik 1, Kristján 1 (6 fráköst). Daði Lár lék ekki lokaleikinn vegna meiðsla.