14 jún. 2011Dallas Mavericks varð á sunnudaginn NBA meistari með 4-2 sigri á Miami Heat. Liðin mættust í sínum sjötta leik á heimavelli Miami þar sem lokatölur voru 95-105 Dallas í vil. Dirk Nowitzki var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann gerði 21 stig og tók 11 fráköst í leiknum. Hjá Miami var LeBron James með 21 stig og 6 stoðsendingar. Bæði Dirk og Jason Kidd voru að vinna sinn fyrsta NBA titil en Dirk hefur leikið í 13 ár í deildinni og Jason Kidd 17. Dirk Nowitzki verður í eldlínunni aftur í haust á EM í Litháen en þar mun hann vera með þýska landsliðinu sem ætlar að reyna að ná sér í sæti á næstu Ólympíuleikum í London 2012.