5 jún. 2011Strákarnir í U18 máttu þola tap fyrir Svíum 65-93 í leik þar sem sænska liðið var töluvert betra að öllu leyti. Strákarnir byrjuðu ágætlega en þegar leið á leikinn tóku Svíarnir frumkvæðið og við vorum að elta. Það munaði aðeins sex stigum í hálfleik 39-33. Í þeim seinni tóku Sviarnir öll völd á vellinum og keyrðu upp muninn. Sóknaraðgerðir okkar voru ekki nógu markvissar en við sættum okkur við alltof mikið af löngum skotum í stað þessa að keyra meira á körfuna. Stigahæstur hjá Íslandi var Matthías Sigurðarson með 20 stig en hann var valinn maður úrslitaleiksins. Umfjöllun um leikinn á [v+] http://www.karfan.is/frettir/2011/06/05/sviar_meistarar:_gulir_gerdu_ut_um_leikinn_i_thridja [v-]Karfan.is[slod-] Myndbandsviðtal við Einar Árna Jóhannsson, þjálfara U18 [v+] http://karfan.is/karfantv/index/video/422 [v-]Karfan.is[slod-] Leikurinn í tölum: Flest stig: Mattías Sigurðarson - 20 Flest fráköst: Kristófer Acox - 7 Flestar stoðsendingar: Valur Orri Valsson - 5 Flestir stolnir boltar: Kristófer Acox - 2 Flest varin skot: Kristófer Acox - 1