4 jún. 2011Það verða tvö íslensk lið sem leika til úrslita á morgun en bæði sextán ára og átján ára liðin okkar leika til úrslita. Yngri gegn Finnum og eldri gegn Svíum. Það var mikill kraftur í strákunum gegn Dönum í dag. Þeir byrjuðu leikinn á að sækja mikið í miðjuna sem Danir áttu erfitt með að verjast. Danirnir brutu mikið og eftir fimm mínútur voru strákarnir komnir í bónus. Þeir keyrðu upp muninn og sýndu að það er mikill gæðamunur á þessum liðum. Niðurstaðan öruggur sigur 84-69 Íslandi í vil. Stigahæstur hjá Íslandi var Dagur Kár Jónsson með 23 stig. Umfjöllun um leikinn á [v+] http://karfan.is/frettir/2011/06/04/16_ara_lidid_leikur_til_urslita:_danir_engin_fyrirstada [v-]Karfan.is[slod-] Myndband með svipmyndum úr leiknum á Youtube-rás [v+]http://www.youtube.com/watch?v=QrqWd8OSK7A [v-]KKÍ[slod-] Myndasafn úr leiknum á [v+] http://karfan.is/myndir/myndir/id/800 [v-]Karfan.is[slod-] Leikurinn í tölum: Flest stig: Dagur Kár Jónsson - 23 Flest fráköst: Þorgeir Blöndal - 6 Flestar stoðsendingar: Dagur Kár Jónsson - 5 Flestir stolnir boltar: Hugi Hólm - 3 Flest varin skot: Hugi Hólm - 4